Hagsmunaskráning ríkisendurskoðanda

Almennt

01.05.2023

Ríkisendurskoðandi hefur ákveðið að birta upplýsingar um hagsmunatengsl hans á heimasíðu embættisins. Við ákvörðun um efni þessara upplýsinga hefur verið tekið mið af því sem tíðkast hjá dómurum Hæstaréttar, hjá Alþingi hvað varðar skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og svo hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum ráðherra í Stjórnarráði Íslands.

Á þessum grunni munu upplýsingarnar að lágmarki varða eftirfarandi meginatriði:

  1. Aukastörf ríkisendurskoðanda og hvort greiðsla komi fyrir þau og þá úr hendi hvers.
  2. Fasteignir í eigu ríkisendurskoðanda sem ætlaðar eru til annars en eigin nota fyrir hann og fjölskyldu hans.
  3. Eignarhluta í hvers kyns félögum.
  4. Allar skuldir ríkisendurskoðanda sem ekki tengjast beinlínis öflun fasteignar til eigin nota.
  5. Aðild ríkisendurskoðanda að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði.

Upplýsingar þessar miðast við 1. maí 2023 og verða þær framvegis uppfærðar jafnskjótt og tilefni er til. Jafnframt er æviágrip ríkisendurskoðanda birt á heimasíðu embættisins með upplýsingum um aðal- og aukastörf sem hann hefur tekið að sér.

Sjá nánar hagsmunaskráningu og æviágrip ríkisendurskoðanda