Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka - eftirfylgni

Skýrsla til Alþingis

04.07.2023

Undanfarið ár hefur Ríkisendurskoðun kynnt þá stefnumörkun fyrir Alþingi að ráðist verði í eftirfylgni með skýrslum embættisins innan fárra mánaða frá birtingu skýrslna. Slík eftirfylgni felur í sér að Ríkisendurskoðun spyrst fyrir um stöðu úrbóta hjá þeim aðilum sem ábendingum hefur verið beint til en almennt er ekki gert ráð fyrir að eftirfylgni á þessu stigi leiði til frekari skýrslugerðar.

Hefur Ríkisendurskoðun farið af stað með fyrstu eftirfylgnina af þessu tagi en það er eftirfylgni með skýrslu embættisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022, sjá nánar yfirlit yfir úttektir í vinnslu.

Mynd með frétt