Ný tegund úttekta hjá Ríkisendurskoðun

Almennt

07.11.2023

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að ýta úr vör nýrri tegund úttekta, svonefndar hraðúttektir. Hraðúttektir Ríkisendurskoðunar eru upplýsandi og staðreyndamiðaðar skýrslur sem gefa Alþingi, stjórnsýslu, almenningi, fjölmiðlum og fyrirtækjum greinargóðar upplýsingar um tiltekin mál eða málefni sem erindi eiga við samfélagslega umræðu. Nánari upplýsingar um hraðúttektir.

Ríkisendurskoðun hefur farið af stað með fyrstu hraðúttektina en hún fjallar um ópíóíðavandann á Íslandi. Málefnið er flókið og mikið um misvísandi upplýsingar sem koma frá ólíkum aðilum. Ætlun Ríkisendurskoðunar er að varpa ljósi á stöðuna í málaflokknum og viðbrögð stjórnvalda við þeirri þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum.

Mynd með frétt