22.05.2024
Árin 2013−2023 námu innheimtar tekjur af ofanflóðagjaldi 29,7 ma. kr. Þar af runnu 17,7 ma. kr. til Ofanflóðasjóðs í formi fjárheimilda og fjárveitinga. Til þessa hefur einungis tekist að ljúka rúmlega helmingi þeirra varnarráðstafana sem þarf til svo að öll íbúðarhús á hættumestu svæðum í þéttbýli séu varin. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti áætlar nú að framkvæmdum og öðrum ráðstöfunum á þeim svæðum ljúki í árslok 2033.
Þetta kemur fram í nýrri hraðúttekt Ríkisendurskoðunar Ofanflóðasjóður – rekstur og stjórnsýsla sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag.
Í skýrslunni kemur fram að ekki er til staðar virkt eftirlit hjá umhverfis-, orku- og loftslags-ráðuneyti sem styður við skilvirka og fullnægjandi innheimtu ofanflóðagjalds. Ráðuneytið hefur ekki sannreynt að gjaldið sé greitt af öllum brunatryggðum fasteignum hér á landi.
Heildarkostnaður Ofanflóðasjóðs vegna undirbúnings og nýframkvæmda, uppkaupa fasteigna, aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og tengdra rannsókna árin 2015−2023 nam 12,8 ma. kr. Áætlaður hönnunar- og framkvæmdakostnaður sjóðsins árin 2024−2030 nemur 32,1 ma. kr. Ljóst er að fjárveitingar úr ríkissjóði til sjóðsins þurfa að hækka umtalsvert svo að sú áætlun standist.
Ofanflóðanefnd og ráðuneytið greinir á um hlutverk nefndarinnar er viðkemur málefnum ofanflóðavarna. Ofanflóðanefnd telur að ráðuneytið hafi ekki veitt henni nauðsynlegar upplýsingar um m.a. ráðstafanir á fé sjóðsins. Nefndin telur að erfitt sé að halda því fram að störf hennar og stjórnsýsla málaflokksins hafi að fullu verið í samræmi við gildandi lög en ráðuneytið er því ósammála.
Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi þremur ábendingum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis:
Sjá nánar: Ofanflóðasjóður - rekstur og stjórnsýsla