Stafrænt pósthólf hjá Ísland.is

Almennt

27.01.2025

Öllum opinberum aðilum er skylt að birta ákveðnar tegundir gagna í stafrænu pósthólfi hjá Ísland.is frá og með 1. janúar sl. Þau gögn sem um ræðir eru hvers konar gögn, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum, svo sem tilkynningar, ákvarðanir, úrskurðir, ákvaðir og aðrar yfirlýsingar. Þegar skjöl eru aðgengileg í pósthólfi teljast þau birt viðtakanda.

Markmið laganna er að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu, auka gagnsæi við meðferð mála, hagkvæmni í stjórnsýslu og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til einstaklinga og lögaðila. Jafnframt er markmið laganna að meginboðleið stjórnvalda við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað. 

Allar fyrirspurnir, tilkynningar og önnur bréf Ríkisendurskoðunar, sem verða til við meðferð máls, birtast því í stafrænu pósthólfi viðtakanda á Ísland.is. Gildir þetta um bréf sem send eru einstaklingum og lögaðilum sem eru með íslenska kennitölu.

Á „Mínum síðum“ á Ísland.is er hægt að skrá netfang og fá hnipp (tilkynningu) þegar bréf er birt í pósthólfinu. Sjá nánar hnipp stillingar á Mínum síðum á Ísland.is 

Sjá nánari upplýsingar um Stafrænt pósthólf á Ísland.is

Mynd með frétt