10.04.2025
Hinn 18. mars sl. birti Matvælastofnun (MAST) á vef sínum samantekt um aðgerðir sem stofnunin hefur gripið til í kjölfar ábendinga sem Ríkisendurskoðun setti fram í skýrslu um eftirlit með velferð búfjár í nóvember 2023. Telur Ríkisendurskoðun að sú aðgerðaáætlun um úrbætur sem samantekt MAST vísar til sé fullnægjandi á þessu stigi.
Embættið fagnar þeim áföngum sem þegar er lokið og miða að því að bæta verklag og vinnubrögð stofnunarinnar. Frumkvæði MAST til að fylgja eftir ábendingum og upplýsa Ríkisendurskoðun um framgang mála er öðrum til eftirbreytni. Ríkisendurskoðun hvetur MAST til að tryggja framgang annarra verkefna sem hafin eru í því skyni að mæta ábendingum í skýrslu embættisins.
Í ljósi framangreindra gagna mun Ríkisendurskoðun að svo stöddu ekki ráðast í eftirfylgni með umræddri skýrslu hvað hlut MAST varðar. Þeim sex ábendingum sem beint var til matvælaráðuneytis (nú atvinnuvegaráðuneytis) í skýrslunni verður aftur á móti fylgt eftir með viðeigandi hætti.
Frétt á vefsíðu MAST