07.03.2018
Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem stofnunin beindi til utanríkisráðuneytis árið 2015. Þær lutu að því að koma þyrfti á sérstökum fjárlagalið fyrir fasteignaviðskipti sendiskrifstofa, ljúka úttekt á erlendum fasteignum ráðuneytisins, setja viðmið um lágmarksmönnun sendiskrifstofa, fella brott heimild ráðuneytisins til að auglýsa ekki stöðu sendiherra og stuðla að jafnri stöðu kynjanna á sendiskrifstofum.
Eftirfylgni: Rekstur og starfsemi sendiskrifstofa Íslands (pdf)