06.03.2018
Ríkisendurskoðun ítrekar ekki þær fjórar ábendingar sem stofnunin beindi til velferðarráðuneytis árið 2015 og vörðuðu stöðu barnaverndarmála á Íslandi. Ábendingarnar lutu að samstarfi barnaverndaryfirvalda, framkvæmdaáætlun í barnavernd, sérhæfðum meðferðarúrræðum og stjórnsýslulegri stöðu Barnaverndarstofu.