21.02.2018
Ríkisendurskoðun ítrekar ekki tvær ábendingar sem stofnunin beindi til mennta- og menningarmálaráðuneytis og Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2015 og vörðuðu fjármálastjórn og rekstrarstöðu háskólans. Sú fyrri laut að því að tryggja þyrfti að rekstur skólans yrði ávallt innan fjárheimilda og var henni beint bæði til ráðuneytisins og skólans. Seinni ábendingin laut að því að finna þyrfti varanlega lausn á skuld skólans við ríkissjóð.
Eftirfylgni: Fjármálastjórn Landbúnaðarháskóla Íslands (pdf)