15.03.2018
Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, fjárlagaliðar 03-390, fyrir árið 2016.
Fjárlagaliðurinn 03-390 Alþjóðleg þróunarsamvinna er nýr og hefur ekki verið endurskoðaður áður. Þróunarstofnun Íslands starfaði undir þessu fjárlaganúmeri. Sú stofnun var síðast endurskoðuð vegna ársins 2014.