Framkvæmd fjárlaga janúar til júlí 2017

20.12.2017

Tekjujöfnuður ríkissjóðs á fyrri árshelmingi var jákvæður um tæpa 4,0 ma.kr. Tekjur tímabilsins námu alls 387,3 ma.kr. og gjöldin 383,4 ma.kr. Fjárlög ársins 2017 gera ráð fyrir að tekjujöfnuður alls ársins verði jákvæður um 28,5 ma.kr. sem er 3,7% af tekjum. Hins vegar er í endurmati á tekju- og útgjaldahorfum vegna ársins gert ráð fyrir að bæði tekjur og gjöld verði umtalsvert hærri en áætlað var í fjárlögum, tekjur um sem nemur 25 ma.kr. og gjöld um tæplega 21 ma.kr., sem þýðir að afkoma ríkissjóðs batnar um 4 ma.kr. miðað við fjárlög.

Framkvæmd fjárlaga janúar til júlí 2017 (pdf)

Mynd með færslu