15.12.2017
Heildargjöld ríkissjóðs á árinu 2016 námu um 868 ma.kr. sem er um 15 ma.kr. hærri fjárhæð en fjárheimildir ársins gerðu ráð fyrir. Gjöld hækkuðu um 202 ma.kr. frá fyrra ári. Megin hluti þeirrar hækkunar eru vegna lífeyrisskuldbindinga, liðlega 160 ma.kr. Þar af eru 110 ma.kr. vegna sérstaks framlags til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Heildartekjur ríkissjóðs námu um 1.163 ma.kr. sem er um 477 ma.kr. hærri fjárhæð en árið 2015. Megin ástæða hækkunarinnar má rekja til stöðuleikaframlaga og námu nettó áhrif þeirra um 415 ma.kr.