30.11.2017
Ríkisendurskoðun hvetur Póst- og fjarskiptastofnun til að setja sér skýrari málsmeðferðar- og verklagsreglur til að tryggja sem best að málsmeðferð stofnunarinnar uppfylli kröfur vandaðra stjórnsýsluhátta og sé hafin yfir vafa. Einnig þarf stofnunin að koma samskiptum sínum við eftirlitsskylda aðila í betra horf en verið hefur.
Ríkisendurskoðun hvetur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í þessu sambandi til að nýta fagráð á fjarskiptasviði sem vettvang uppbyggilegra skoðanaskipta en það ráð hefur verið óskipað síðan í febrúar 2016. Eins er mikilvægt að ráðuneytið ljúki sem fyrst gerð nýrrar fjarskiptaáætlunar og veiti stofnuninni bæði nauðsynlegan stuðning og aðhald í starfsemi sinni.
Póst- og fjarskiptastofnun: Málsmeðferð og stjórnsýsluhættir (pdf)