Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur

14.11.2017

Ríkisendurskoðun hvetur fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti til að ljúka sem fyrst vinnu við nýja stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Mikilvægt er að í stefnunni sé hvatt til aukinnar þátttöku ráðuneyta og stofnana. Einnig þarf að kanna hvort rétt sé að skylda ríkisaðila til að stunda vistvæn innkaup í skilgreindum vöruflokkum. Loks þarf að tengja stefnuna við önnur markmið stjórnvalda í umhverfismálum, s.s. um loftslagsmál.

Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur (pdf)

Mynd með færslu