18.10.2017
Árið 2016 voru 4.525 hjúkrunarfræðingar yngri en 70 ára með starfsleyfi hér á landi. Þar af voru 392 (9%) búsettir erlendis og 434 (10%) sem talið er að starfi ekki við hjúkrun. Þótt þess sé ekki að vænta að allir hjúkrunarfræðingar skili sér í störf innan íslensks heilbrigðiskerfis er þessi staða bagaleg þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum innan lands og ekki síður vegna þess að á næstu þremur árum mun um fimmtungur starfandi hjúkrunarfræðinga öðlast rétt til töku lífeyris.