14.09.2017
Ríkisendurskoðun ítrekar ekki þær níu ábendingar sem stofnunin beindi til mennta- og menningarmálaráðuneytis og Hólaskóla árið 2014. Þær lutu að stöðu skólans innan háskólakerfisins, rekstri hans, skuld við ríkissjóð, viðskiptakröfum, uppsöfnuðum halla, aðgreiningu skólahalds frá staðarhaldi á Hólum og nýtingu rekstraráætlunar sem stjórntækis.