Kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu

01.06.2017

Á árunum 2013‒15 vörðu ráðuneytin háum fjárhæðum til kaupa á sérfræðiþjónustu. Í mörgum tilfellum voru þau ekki í fullu samræmi við lög, reglur og leiðbeiningar stjórnvalda. Ekki voru alltaf gerðir tilhlýðilegir samningar um þjónustuna, val á verksala var oft ógagnsætt og rammasamningar vannýttir. Þá virtu ráðuneytin ekki alltaf skyldu sína til útboðs.

Að mati Ríkisendurskoðunar er þetta óásættanlegt og telur stofnunin brýnt að ráðuneytin bæti og samræmi verklag sitt við kaup á sérfræðiþjónustu.

Kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu (pdf)

Mynd með færslu