08.05.2017
Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemd við þau þjónustugjöld sem Samgöngustofa innheimtir samkvæmt gjaldskrá og tengjast einkum útgáfu ýmiss konar skírteina, starfsleyfa og vottorða, skráningum, skoðunum, eftirliti og heimildum sem varða flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu.
Gjöld þessi byggja á 13. gr. laga nr. 119/2012 um stofnunina og gjaldskrá hennar nr. 338, með síðari tíma breytingum, sem innanríkisráðherra staðfesti 24. mars 2015.