Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu - endurskoðunarskýrsla 2021

09.02.2023

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021.

Embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var síðast endurskoðað vegna ársins 2016.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu - endurskoðunarskýrsla 2021 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

  1. Birgðir
    Rýrnun lagers reyndist vera 6,1 m.kr. miðað við talningu. Gerð er athugasemd um að virði lagersins var ekki fært til samræmis við þær niðurstöður. Lagt er til að lagerinn sé talinn með kerfisbundnum hætti innan ársins og borinn saman við bókhald. Endurbæta þarf gildandi verklagsreglur um birgðahald.
     
  2. Handbók
    Handbók um rekstrar- og fjármálaleg atriði er ekki til staðar. Í ljósi þess að um tiltölulega stóran vinnustað er að ræða er nauðsynlegt að  formleg  handbók sé til staðar og uppfærð reglulega. 
     
  3. Innkaupakort
    Lagt er til að notkun innkaupakorta verði takmörkuð við smærri viðskipti.

Lykiltölur

Þróun tekna og gjalda 2017-2021
Tekjur 2021 (m.kr.)
Gjöld 2021 (m.kr.)
Eigið fé í árslok hvers árs