Yfirlit úr ársreikningum kirkjugarða vegna ársins 2021

13.02.2023

Ríkisendurskoðun hefur haft eftirlit með ársreikningum kirkjugarða frá og með árinu 1993, sbr. 2. mgr. 37. gr. laga nr. 36/1993 um  kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu og er kirkjugarðsstjórnum skylt að senda ársreikninga kirkjugarða til stofnunarinnar.

Í  hinum níuprófastsdæmum  landsins eru 237 kirkjugarðar sem skila eiga ársreikningum til Ríkisendurskoðunarvegna rekstrarársins 2021. Í lok desember 2022 höfðu stofnuninni borist ársreikningar frá 128 kirkjugörðum vegna ársins 2021 og höfðu því um 54% ársreikninga borist rúmum sex mánuðum eftir eindaga skila. Í kafla 6 má finna lista yfir þá kirkjugarða sem ekki höfðu í árslok 2022 skilað ársreikningum vegna ársins 2021.

Yfirlit úr ársreikningum kirkjugarða vegna ársins 2021 (pdf)

Mynd með færslu

Lykiltölur

Skil kirkjugarða á ársreikningum 2016-2021
Skil kirkjugarða á ársreikningum 2021