06.03.2023
Ríkisendurskoðun hefur farið yfir ákveðna liði í ársreikningi Vegagerðarinnar fyrir árið 2020. Vegagerðin er A-hluta stofnun ríkissjóðs og eru ársreikningar stofnunarinnar og annarra A-hluta stofnana ekki áritaðir sérstaklega, því er ekki gefið álit á ársreikningnum sjálfum. Endurskoðun fer fram sem hluti af endurskoðun ríkisreiknings og gefur Ríkisendurskoðandi út álit á ríkisreikningi í heild sinni.
Í skýrslunni eru settar fram 40 tillögur til úrbóta sem stjórnendur Vegagerðarinnar hafa tekið til skoðunar og brugðist við að hluta.
Vegagerðin - Niðurstöður fjárhagsendurskoðunar á bókhaldi ársins 2020 (pdf)
Vegagerðin - Stjórnun, reikningshald og eftirlit með öryggi og gæðum framkvæmda (pdf)