08.05.2023
Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Skógræktarinnar fyrir árið 2021. Ársreikningurinn er byggður á bókhaldi Skógræktarinnar og öðrum upplýsingum stjórnenda. Ríkisendurskoðun vekur athygli á því að stjórnendur stofnunar eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu reikningsskila og jafnframt ábyrgir gagnvart notendum reikningsskilanna.
Vakin er athygli á eftirfarandi ábendingum og athugasemdum en smávægilegum ábendingum var komið beint á framfæri við stjórnendur þegar endurskoðunarvinna fór fram.