17.05.2023
Ríkisendurskoðun hefur farið yfir ákveðna liði í ársreikningi Landhelgisgæslu Íslands fyrir árið 2021. Landhelgisgæsla Íslands er A-hluta stofnun ríkissjóðs og eru ársreikningar stofnunarinnar og annarra A-hluta stofnana ekki áritaðir sérstaklega. Því er ekki gefið álit á ársreikningnum sjálfum. Endurskoðun fer fram sem hluti af endurskoðun ríkisreiknings og gefur ríkisendurskoðandi út álit á ríkisreikningi í heild sinni.
Landhelgisgæsla Íslands - niðurstöður fjárhagsendurskoðunar á bókhaldi ársins 2021 (pdf)