Yfirlit úr ársreikningum kirkjugarða vegna ársins 2022

05.03.2024

Ríkisendurskoðun hefur haft eftirlit með ársreikningum kirkjugarða frá og með árinu 1993, sbr. 2. mgr. 37. gr. laga nr. 36/1993 um  kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu og er kirkjugarðsstjórnum skylt að senda ársreikninga kirkjugarða til stofnunarinnar.

Í hinum níu prófastsdæmum landsins eru 244 kirkjugarðar sem skila eiga ársreikningum til Ríkisendurskoðunar vegna rekstrarársins 2022. Í janúar 2024 höfðu embættinu borist ársreikningar frá 143 kirkjugörðum og höfðu því um 59% ársreikninga borist sjö mánuðum eftir eindaga skila. Skil ársreikninga kirkjugarða hafa farið versnandi undanfarin ár og eru að mati Ríkisendurskoðunar óviðunandi. 

Yfirlit úr ársreikningum kirkjugarða vegna ársins 2022 (pdf)

Mynd með færslu

Lykiltölur

Skil kirkjugarða á ársreikningum 2016-2022