07.06.2024
Ríkisendurskoðun ákvað í janúar 2023 að hefja frumkvæðisúttekt á fjármögnun Landspítala sem er stærsta stofnun íslenska ríkisins með um 6.300 starfsmenn. Árlega renna um 100 ma. kr. til spítalans sem jafngildir rúmum 7% af heildarútgjöldum ríkisins.
Við afmörkun þessarar úttektar var ákveðið að horfa til þess hvernig unnið er að fjármögnun og fjárhagsáætlunum Landspítala, ráðstöfun fjárveitinga og hvernig eftirliti með ráðstöfun þeirra er háttað. Þá var ákveðið að skoða innleiðingu og þróun þjónustutengdrar fjármögnunar á spítalanum.
Landspítali er stærsta stofnun íslenska ríkisins. Til hans renna árlega um 100 ma. kr. og þar starfa um 6.300 manns. Í ljósi umfangs er mikilvægi árangursríks rekstrar ótvírætt. Við þessa úttekt var ákveðið að horfa til þess hvernig unnið er að fjármögnun og fjárhagsáætlunum Landspítala, til ráðstöfunar fjárveitinga og hvernig eftirliti með ráðstöfun er háttað. Þá var ákveðið að skoða innleiðingu og þróun þjónustutengdrar fjármögnunar.