Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - minnisblað

04.03.2025

Ríkisendurskoðun ákvað að eigin frumkvæði að hefja forkönnun á starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgar-svæðinu (LRH) til að komast að því hvort úttekt væri réttmæt, tímabær og framkvæmanleg.

Áhersla var lögð á mannauðsmál, málsmeðferðartíma, innra eftirlit og innri endurskoðun.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - minnisblað (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Ríkisendurskoðun telur ekki tilefni til að gera stjórnsýsluúttekt á starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eins og sakir standa. Embættið mun á næstu árum áfram fylgjast með ákveðnum þáttum í starfsemi LRH og hefja úttekt ef ástæða þykir til.

Ríkisendurskoðun leggur þó til að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu líti til eftirfarandi atriða og geri viðeigandi úrbætur:

  • Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að huga sérstaklega að starfsaðstæðum og starfsánægju lögreglumanna. Mikilvægt er að stemma stigu við brotthvarfi úr stéttinni á sama tíma og ráðist er í nýráðningar.
  • Rík ástæða er til að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að þróa aðferðir til að mæla og fylgjast með málsmeðferðarhraða hjá embættinu. Mikilvægt er að lögreglan hafi yfirsýn um máls-meðferðarhraða, geti skoðað árangur með mælanlegum hætti og greint á hvaða sviðum þurfi að gera úrbætur. Þá er ástæða til að embættið skoði leiðir til að fylgjast með tölfræði um mál sem fyrnast meðan á málsmeðferð stendur.
  • Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er hvött til að koma á innri endurskoðun í samræmi við 65. gr. laga um opinber fjármál og byggja upp viðeigandi þekkingu innan embættisins.