04.03.2025
Ríkisendurskoðun ákvað að eigin frumkvæði að hefja forkönnun á starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgar-svæðinu (LRH) til að komast að því hvort úttekt væri réttmæt, tímabær og framkvæmanleg.
Áhersla var lögð á mannauðsmál, málsmeðferðartíma, innra eftirlit og innri endurskoðun.
Ríkisendurskoðun telur ekki tilefni til að gera stjórnsýsluúttekt á starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eins og sakir standa. Embættið mun á næstu árum áfram fylgjast með ákveðnum þáttum í starfsemi LRH og hefja úttekt ef ástæða þykir til.
Ríkisendurskoðun leggur þó til að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu líti til eftirfarandi atriða og geri viðeigandi úrbætur: