14.11.2017
Ríkisendurskoðun hefur haft eftirlit með ársreikningum sókna frá og með árinu 1997. Eftirlit stofnunarinnar felst fyrst og fremst í því að kanna hvort þeir séu tölulega réttir. Auk þessa eru ársreikningar sókna skráðir í gagnagrunn til að auðvelda eftirlit með skilum og aðra athugun á þeim.
Samræmt reikningsform fyrir sóknir var samþykkt af Kirkjuráði á árinu 2004 og hefur það verið notað síðan.
Í árslok 2016 voru 267 starfandi sóknir í níu prófastsdæmum sem skila eiga ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Nokkrar sóknir voru sameinaðar á árinu 2016. Í byrjun október 2017 höfðu Ríkisendurskoðun borist ársreikningar frá 234 sóknum vegna ársins 2016.