Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

15.03.2016

Þann 21. júní 2012 færði Sjálfseignarstofnunin Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Listasafni Íslands að gjöf allar eigur sínar, þ. á m. 181 þrívítt listaverk, 240 teikningar, fasteign á Laugarnestanga og lausafé. Í gjafabréfinu kom fram að listaverkin væru gefin án kvaða utan þess að þau yrðu varðveitt og þeim viðhaldið á „þann besta mögulega hátt sem kostur er hverju sinni að mati Listasafns Íslands“. Þá yrði höfundar-, sæmdar- og fylgiréttur áfram í eigu ekkju Sigurjóns eða þess sem leiðir rétt sinn frá henni. Loks var kveðið á um að söfnin gerðu með sér samkomulag um varðveislu gjafarinnar og var það undirritað sama dag.

Úttekt Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að Listasafn Íslands hefur efnt flest ákvæði fyrrnefnds samkomulags. Tvö mikilvæg atriði standa þó enn út af borðinu.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (pdf)

Mynd með færslu