Endurskoðun ríkisreiknings 2014

11.11.2015

Heildargjöld ríkissjóðs á árinu 2014 námu 642,5 ma.kr. sem er 12,7 ma.kr. lægri fjárhæð en heildarfjárheimild ársins gerði ráð fyrir. Gjöldin hækkuðu um 50,3 ma.kr. frá fyrra ári og ræður þar mestu 10,2 ma.kr. hækkun hjá velferðarráðuneytinu og 28,5 ma.kr. nettó hækkun hjá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Þar vegur þyngst 35,8 ma.kr. útgjöld til niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðisskuldum heimilanna.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 688,9 ma.kr. sem er 3,4 ma.kr. hærri fjárhæð en fjárlög og fjáraukalög gerðu ráð fyrir. Tekjurnar hækkuðu um 97,5 ma.kr. á milli ára og munar þar mest um 28,7 ma.kr. hækkun á arðgreiðslum, 27,4 ma.kr. hækkun á tekjuskatti lögaðila (sem skýrist af sérstökum fjársýsluskatti) og 32,8 ma.kr. hækkun annarra skatta en þar vegur þyngst sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

Endurskoðun ríkisreiknings 2014 (pdf)

Mynd með færslu