Framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2015

25.09.2015

Greiðsluafkoma ríkissjóðs á fyrri árshelmingi 2015 var jákvæð um 0,8 ma.kr. Í áætlun fyrir tímabilið var hins vegar gert ráð fyrir að greiðsluafkoman yrði neikvæð um 26,6 ma.kr. Til samanburðar var greiðsluafkoma ríkissjóðs jákvæð um 13,1 ma.kr. á sama tímabili 2014.
Betri afkoma en áætlað var skýrist af meiri tekjum en ráð var fyrir gert í upphafi ársins, bæði skatttekjum og rekstrartekjum. Tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja, þ.m.t. fjármagnstekjuskattur, skiluðu 10 ma.kr. meiru, einkum vegna tekjuskatta lögaðila og fjármagnstekjuskatts. Frávikið nemur samtals 9,4%. Aftur á móti voru skattar á vöru og þjónustu nær áætlun fjárlaga. Skatttekjur voru samtals 11,8 ma.kr. eða 4,5% hærri en skv. áætlun.

Rekstrartekjur voru 13,9 ma.kr. hærri en áætlun sagði til um eða 46%. Frávikið skýrist nær eingöngu af meiri arðgreiðslum (heildararðgreiða Landsbankans var t.d. 23,7 ma.kr.). Aftur á móti voru tekjur vegna fjárframlaga og sölu eigna í samræmi við áætlun.

Á fyrri hluta ársins var gert ráð fyrir að nýta samtals 321,8 ma.kr. af fjárheimild ársins. Greidd gjöld tímabilsins voru hins vegar 320,8 ma.kr. Alls voru 252 fjárlagaliðir með útgjöld innan áætlunar og nam munurinn samtals um 14,3 ma.kr. 141 fjárlagaliður var með útgjöld yfir áætlun og munaði þar samtals 13,4 ma.kr.

Framkvæmd fjárlaga janúar‒júní 2015 (pdf)

Mynd með færslu