Framkvæmd fjárlaga janúar til desember 2012

05.07.2013

Á árinu 2012 var ríkissjóður rekinn með 40,5 ma.kr. greiðsluhalla sem er 5,8 ma.kr. lakari útkoma heldur en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Innheimtar tekjur ríkissjóðs urðu 4,4 ma.kr. hærri en áætlað var í fjárlögum en greidd gjöld voru 10,2 ma.kr. hærri. Greiðsluhalli ársins sem hlutfall af tekjum var -8,0% en hafði verið áætlaður -6,9% í fjárlögum.

Til samanburðar má nefna að árið 2011 var greiðsluhallinn 57,4 ma.kr. eða sem svarar til -12,3% af tekjum. Greiðsluhallinn lækkaði því á milli ára um 16,9 ma.kr. Endanleg rekstrarafkoma ríkissjóðs á árinu 2012 hefur ekki ennþá verið birt.

Framkvæmd fjárlaga janúar til desember 2012 (pdf)

Mynd með færslu