Opinber innkaup. Áfangaskýrsla 4. Verktakagreiðslur hjá Fasteignaskrá

05.03.2010

Á árunum 2000 til 2009 greiddi Fasteignaskrá Íslands (áður Fasteignamat ríkisins) fyrirtækinu Tölvuskjölun ehf. tæplega 102 m.kr. fyrir verktakaþjónustu. Greiðslurnar byggjast að stærstum hluta á verksamningi þessara aðila frá 21. febrúar 2002. Samkvæmt honum skal fyrirtækið leggja stofnuninni til einn tiltekinn starfsmann til að veita tölvudeild stofnunarinnar forstöðu og skal hann hafa vinnuaðstöðu á stofnuninni og fastan viðverutíma. Samkvæmt viðauka skal endurgjald til verktaka taka mið af launabreytingum í kjarasamningum BHM. Ríkisendurskoðun telur fyrirkomulag á borð við þetta óeðlilegt og bera öll merki svonefndrar gerviverktöku. Stofnunin óskaði því skýringa Fasteignaskrár á málinu með bréfi 16. desember 2009.

Opinber innkaup. Áfangaskýrsla 4. Verktakagreiðslur hjá Fasteignaskrá (pdf)

Mynd með færslu