Skuldbindandi samningar ráðuneyta og styrkveitingar ríkissjóðs á árinu 2006

05.10.2009

Skuldbindandi samningum má skipta í nokkra meginflokka eftir eðli og uppruna. Í fyrsta flokki eru samningar um opinbera þjónustu sem gerðir hafa verið við nokkur sveitarfélög, ríkisfyrirtæki og fyrirtæki, í öðrum flokki eru samningar um aðra lögbundna þjónustu, eins og gerðir hafa verið við ýmsa skóla á háskólastigi. Í þriðja flokk falla samningar við stór félagasamtök með viðurkennda starfsemi, eins og Landsbjörg, Rauða krossinn, Styrktarfélag vangefinna, Öryrkjabandalagið og sveitarfélög. Í fjórða flokk falla samningar við einstaklinga eða lítil félagasamtök um opinbera þjónustu og falla þar undir m.a. ýmis meðferðarheimili. Í fimmta flokk féllu síðan aðrir samningar þar sem ekki er um að ræða lögbundna opinbera þjónustu og hægt að flokka framlagið sem rekstrarstyrk eða almennan styrk.

Skuldbindandi samningar ráðuneyta og styrkveitingar ríkissjóðs á árinu 2006 (pdf)

Mynd með færslu