Framkvæmd fjárlaga janúar til maí 2000

27.05.2009

Ríkisendurskoðun hefur tekið saman skýrslu um framkvæmd fjárlaga fyrir tímabilið janúar til maí 2000. Í henni eru tekjur og gjöld ríkissjóðs á þessu tímabili borin saman við útkomu á sama tíma í fyrra og við fjárheimildir að því marki sem slíkt er mögulegt. Í skýrslunni er m.a. gerð grein fyrir útgjöldum vegna almannatrygginga, fjárhagsstöðu heilbrigðisstofnana og lánsfjármálum ríkissjóðs. Loks er í henni lagt mat á áætlaða rekstrarafkomu ríkissjóðs í árslok 2000.

Framkvæmd fjárlaga janúar til maí 2000 (pdf)

Mynd með færslu