Eftirfylgni stjórnsýsluúttekta ársins 2004

01.05.2004

Samkvæmt 9. gr. laga um Ríkisendurskoðun felst stjórnsýsluendurskoðun í því að kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár, hvort hagkvæmni og skilvirkni er gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort gildandi lagafyrirmælum er framfylgt í því sambandi. Ríkisendurskoðun skal vekja athygli á því sem hún telur að úrskeiðis hafi farið í rekstri og benda á leiðir til úrbóta.

Árið 2007 var eftirtöldum fimm úttektum frá árinu 2004 fylgt eftir með framangreindum hætti: Lyfjakostnaður. Notkun, verð og framboð lyfja á Íslandi. Náttúrufræðistofnun. Rekstrar‐ og fjárhagsvandi. Dvalarheimilið Höfði, Akranesi. Rekstur og fjárhagsstaða árin 2000‐2002. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Stjórnsýsluendurskoðun. Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi.

Eftirfylgni stjórnsýsluúttekta ársins 2004 (pdf)

Mynd með færslu