Tölvukerfi í framhaldsskólum. Úttekt á upplýsingakerfum

01.12.2001

Á undanförnum misserum hefur menntamálaráðuneytið lagt á það áherslu að efla tölvuvæðingu framhaldsskólanna. Þessi áhersla hefur meðal annars birst í verulegri aukningu á fartölvueign nemenda, sem kallað hefur á styrkingu á innri tölvunetum skólanna. Ljóst er miðað við stefnu stjórnvalda eins og hún birtist í verkefnaáætlun menntamálaráðuneytisins í rafrænni menntun 2001 – 2003 að tölvukerfi framhaldsskólanna munu verða mun stærri og mikilvægari þáttur í starfsemi þeirra á næstu árum.

Tölvukerfi í framhaldsskólum. Úttekt á upplýsingakerfum (pdf)

Mynd með færslu