Framkvæmd fjárlaga janúar til september 2001

01.11.2001

Í fjárlögum fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs á árinu yrðu 253 ma.kr. og gjöld 219 ma.kr., en samkvæmt því yrði afgangur á rekstri ríkissjóðs tæpir 34 ma.kr.

Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins námu samtals 158,2 ma.kr. Gjöld ríkissjóðs á sama tímabili voru 165,1 ma.kr. Afkoma ríkissjóðs var því neikvæð um 6,9 ma.kr. í lok september 2001, en afkoman var jákvæð um 4,9 ma.kr. á sama tíma árið 2000.

Framkvæmd fjárlaga janúar til september 2001 (pdf)

Mynd með færslu