Íbúðahúsnæði í eigu ríkisins. Greinargerð

01.03.2001

Með bréfi dags. 24. nóvember 2000 óskaði fjármálaráðuneytið eftir því að Ríkisendurskoðun kannaði framkvæmd laga og reglna er gilda um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins, sbr. lög nr. 27/1968 með áorðnum breytingum, reglugerð nr. 480/1992 um sama efni og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Á síðasta ári skipaði fjármálaráðherra nefnd sér til ráðuneytis til að vinna að stefnumótun og útfærslu á framkvæmd laga og reglugerða um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins. Nefndin er sú þriðja sem skipuð er vegna þessa á síðastliðnum 10 árum. Nefndinni sem nú starfar þótti mikilvægt að fá upplýsingar um hvernig staðið er að þessum málum hjá einstökum ráðuneytum, áður en gerðar yrðu tillögur til úrbóta og var að því tilefni leitað liðsinnis Ríkisendurskoðunar

Íbúðahúsnæði í eigu ríkisins. Greinargerð (pdf)

Mynd með færslu