Samningur um hjúkrunarheimili að Sóltúni 2

01.03.2001

Með bréfi, dags. 25. september 2000, beindi forsætisnefnd Alþingis þeim tilmælum til Ríkisendurskoðunar, með tilvísun til síðari málsliðar 1. mgr. 3. gr. laga um Ríkisendurskoðun, nr. 86/1997, að hún gæfi Alþingi skýrslu um þau atriði, sem fram komu í bréfi Ögmundar Jónassonar, alþingismanns, dags. 18. september 2000. Í bréfi þingmannsins, sbr. fsk. 1, eru lagðar fram níu nánar tilgreindar spurningar, sem m.a. lúta að útboði, hagkvæmni, kostnaði o.fl. í tengslum við samning heilbrigðisog tryggingamálaráðuneytisins við Öldung hf. (Securitas ehf. og ÍAV hf.) frá 28. apríl 2000. Með samningnum tók Öldungur hf. að sér að leggja til og reka hjúkrunarheimili að Sóltúni 2 í Reykjavík, ætlað 92 einstaklingum, gegn greiðslu í formi daggjalds fyrir hvern vistmann.

Samningur um hjúkrunarheimili að Sóltúni 2 (pdf)

Mynd með færslu