Endurskoðun ríkisreiknings 1999

01.10.2000

Óhætt er að fullyrða að afkoma ríkissjóðs hafi verið mjög góð á árinu 1999. Ríkissjóður var rekinn með 23,6 ma.kr. tekjuafgangi sem eru mikil umskipti frá árinu á undan en þá nam tekjuhallinn 8,8 ma.kr. Þá var afkoma ársins mun betri en ráð var fyrir gert í fjárlögum, en í þeim var tekjuafgangur áætlaður 2,4 ma.kr. Tekjuafgangur ríkissjóðs á árinu 1999 nam 10,6% af tekjum ársins, en til samanburðar nam hallinn árið á undan 4,9% af tekjum þess árs. Tekjur ríkissjóðs hækkuðu á milli áranna 1998 og 1999 um 41,8 ma.kr. eða um 23,1%. Útgjaldabreyting á milli sömu ára var hins vegar um 9,4 ma.kr. eða 4,9%.

Endurskoðun ríkisreiknings 1999 (pdf)

Mynd með færslu