Framkvæmd fjárlaga janúar til maí 2000

01.07.2000

Fjárlög fyrir árið 2000 gera ráð fyrir að skila ríkissjóði með liðlega 16,7 ma.kr. afgangi í lok árs, en það svarar til 8,0% af tekjum. Þetta er um 1,5 ma.kr. betri afkoma en samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum fyrir 1999.

Tekjur ríkissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins 2000 námu samtals 81,0 ma.kr. og höfðu hækkað um 8,1 ma.kr. eða 11,2% frá sama tímabili fyrra árs. Gjöld ríkissjóðs námu hins vegar 74,5 ma.kr. og höfðu hækkað um 5,9 ma.kr. eða 8,6%. Tekjujöfnuður ríkissjóðs í maílok 2000 var 6,5 ma.kr. en var 4,3 ma.kr. á sama tíma 1999. Afkomubati ríkissjóðs var þannig liðlega 2,2 ma.kr

Framkvæmd fjárlaga janúar til maí 2000 (pdf)

Mynd með færslu