Um lögmæti hugbúnaðar hjá ríkisaðilum. Endurskoðun upplýsingakerfa

01.12.1999

Þann 20. janúar s.l. skrifaði menntamálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, undir samning við bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft þess efnis að fyrirtækið íslenskaði Windows98 stýrikerfið gegn því að ríkisstjórnin sæi til þess að ólöglegum hugbúnaði yrði útrýmt hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins fyrir árslok 1999. Í framhaldi af undirrituninni óskaði ráðherrann eftir því að Ríkisendurskoðun kannað notkun ólöglegs hugbúnaðar hjá þessum aðilum. Í skýrslu þessari er gerð grein fyrir niðurstöðu könnunarinnar. Í henni er og að finna ýmislegt um höfundarétt og helstu brot gegn honum. Efnið er sett fram í þeim tilgangi að auka skilning og þekkingu ríkisaðila á þeim málum. 

Um lögmæti hugbúnaðar hjá ríkisaðilum. Endurskoðun upplýsingakerfa (pdf)

Mynd með færslu