Tryggingastofnun ríkisins. Lífeyristryggingasvið. Stjórnsýsluendurskoðun

01.09.1999

Ríkisendurskoðun telur að leita beri leiða til að einfalda þann hluta bótakerfis lífeyristrygginga, sem beint tengist öldruðum og öryrkjum samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 117/1993 og lögum um félagslega aðstoð nr. 118/1993. Ganga þyrfti úr skugga um hvort kerfi, sem byggði eingöngu á grunnlífeyri og tekjutryggingu, myndi uppfylla þær kröfur, sem gera verður til almannatrygginga. Því þarf að skilgreina skýrar hver markmið lífeyristrygginga eru. Flestir hljóta að vera sammála um að í stórum dráttum felist þau í að tryggja þeim einstaklingum, sem hafa rétt til lífeyris viðunandi framfærslu. 

Tryggingastofnun ríkisins. Lífeyristryggingasvið. Stjórnsýsluendurskoðun (pdf)

Mynd með færslu