Endurskoðun ríkisreiknings 1997

01.12.1998

Fjárhagsendurskoðun á stofnunum í A- og B-hluta ríkisreiknings er sem fyrr helsta viðfangsefni Ríkisendurskoðunar. Gert er ráð fyrir að allar stofnanir og fjárlagaliðir hljóti endurskoðun ekki sjaldnar en á þriggja ára fresti. Á árinu 1997 var 271 ríkisaðili endurskoðaður og var til þeirra starfa varið 37.100 vinnustundum. Til viðbótar þessu hafa ýmis endurskoðunarverkefni verið falin löggiltum endurskoðendum í umboði stofnunarinnar. Á árinu 1997 inntu slíkir aðilar af hendi 5.723 vinnustundir við endurskoðun ríkisaðila í umboði Ríkisendurskoðunar.

Endurskoðun ríkisreiknings 1997 (pdf)

Mynd með færslu