Stjórnir stofnana ríkisins

25.06.2018

Ríkisendurskoðun hvetur fjármála- og efnahagsráðuneyti til að ljúka sem fyrst vinnu við að skilgreina og afmarka hlutverk og tilvist stjórna ríkisstofnana. Mikilvægt er að sett séu viðmið um hvenær stjórn er sett yfir stofnun. Þá þarf að afmarka með skýrum hætti hlutverk stjórna og umboð í lögum auk þess sem verkaskipting þeirra gagnvart ráðherra og forstöðumanni þarf að vera skýr. Í þessu sambandi þarf m.a. að samræma verklag ráðuneyta við frumvarpsgerð og endurskoða sérlög um stofnanir. Slík endurskoðun væri í samræmi við markmið um markvissari stjórnun stofnana sem sett voru fram í skýrslu verkefnisstjórnar um stofnanakerfi ríkisins árið 2015.

Stjórnir stofnana ríkisins (pdf)

Mynd með færslu