Yfirlit úr ársreikningum kirkjugarða vegna ársins 2019

07.07.2021

Ríkisendurskoðun hefur haft eftirlit með ársreikningum kirkjugarða frá og með árinu 1993, sbr. 2. mgr. 37. gr. laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu og er kirkjugarðsstjórnum skylt að senda ársreikninga kirkjugarða til stofnunarinnar. Ársreikningum næstliðins árs á að skila fyrir 1. júní ár hvert.

Til að samræma sem best alla upplýsingagjöf lét Biskupsstofa, í samstarfi við Ríkisendurskoðun, gera sérstök eyðublöð fyrir ársreikninga kirkjugarða og er lögð áhersla á að þessi eyðublöð séu notuð.

Í hinum níu prófastsdæmum landsins eru 238 kirkjugarðar sem skila eiga ársreikningum til Ríkisendurskoðunar vegna rekstrarársins 2019. Í lok janúar 2021 höfðu stofnuninni borist ársreikningar frá 195 kirkjugörðum vegna ársins 2019 sem eru ívið betri skil en á ársreikningum fyrir árið 2018.

Yfirlit úr ársreikningum kirkjugarða vegna ársins 2019 (pdf)

Mynd með færslu

Lykiltölur

Skil ársreikninga 2019