23.04.2018
Ríkisendurskoðun ítrekar ekki tvær ábendingar sem stofnunin beindi til innanríkisráðuneytis (nú dómsmálaráðuneyti) árið 2015 og vörðuðu starfsemi ríkissaksóknara. Þær lutu annars vegar að auknum stuðningi við starfsemi embættisins og hins vegar að því að athuga þyrfti hvort skilgreina mætti betur í lögum hvað fælist í sjálfstæði þess. Þá er ábending til embættis ríkissaksóknara um að taka upp verkbókhald ekki ítrekuð.