Háskóli Íslands - endurskoðunarskýrsla 2020

03.03.2022

Ríkisendurskoðun hefur farið yfir ákveðna liði í ársreikningi Háskóla Íslands fyrir árið 2020. Háskóli Íslands er A-hluta stofnun ríkissjóðs og er ársreikningur skólans og annarra A-hluta stofnanna ekki áritaðir sérstaklega og því ekki gefið álit á ársreikninginn sjálfan. Endurskoðun fer fram sem hluti af endurskoðun ríkisreiknings og gefur Ríkisendurskoðandi út álit á ríkisreikning í heild sinni.

Háskóli Íslands - endurskoðunarskýrsla 2020 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

  1. Almennt um bókhaldið
    Gerð er athugasemd við að aðgangur starfsmanna að bókhaldskerfinu er í sumum tilfellum of víðtækur og stangast jafnvel á við markmið innra eftirlits um aðgreiningu starfa. Gæta verður að því að ekki séu of margir starfsmenn með of víðtækan aðgang.

    Texti með færslu þarf að vera lýsandi fyrir viðskiptin, skráning fylgiskjalsnúmers nægir ekki, enda segir í 4. mgr. 9. gr. laga 145/1994 um bókhald: „Færslurnar skulu vísa til viðeigandi frumgagna og geyma skýrar upplýsingar um efni viðskipta eða annarra atvika, reikningsheiti og dagsetningu“.

    Ganga þarf úr skugga um að réttmæt skjöl liggi til grundvallar færslu í bókhaldið. Í 1. mgr. 8. gr. fyrrnefndra laga segir: „Sérhver færsla í bókhaldi skal byggð á áreiðanlegum og fullnægjandi gögnum sem rekja má til viðskiptanna”.
     
  2. Tekjuskráning
    Tryggja þarf, að færslur séu bókaðar á rétt tímabil, að þær færslur sem tilheyra viðkomandi ári verði bókaðar á það ár, þannig að lotun tekna milli tímabila verði rétt. Í 1. mgr. 9. gr. laga 145/1994 um bókhald segir: „Í bókhaldi skal skrá viðskipti jafnskjótt og þau fara fram"

    Lotun kreditreikninga reyndist ekki vera rétt í nokkrum tilvikum. Bæði var um að ræða debet- og kreditreikninga sem eiga við um árið 2020 voru færðir undir árið 2021. Stjórnendur bera ábyrgð á innra eftirliti og þurfa því að hafa yfirsýn yfir fyrirkomulag innra eftirlits og þekkja tilgang þess.
     
  3. Launaferillinn
    Ýmsar verklagsreglur hafa verið skráðar varðandi samskipti stofnunarinnar og launþegans varðandi margt það sem snýr að launþeganum. Launaferillinn hefur þó ekki verið skráður með formlegum hætti en er þó í föstum skorðum.
     
  4. Fastafjármunir
    Með lögum um opinber fjármál nr. 123/2015 sem tóku í gildi vegna ársins 2017 var sú breyting frá fyrri reikningsskilareglum að ríkisaðilum ber að færa til eignar alla varanlega rekstrarfjármuni sem áður voru gjaldfærðir. Þar á meðal eru fasteignir. Fasteignir eru þó ekki færðar hjá einstaka stofnunum, samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis. Á grundvelli þeirrar ákvörðunar eru fasteignir Háskóla Íslands ekki færðar í ársreikningi hans. Það er álit Ríkisendurskoðanda að það sé ekki í samræmi við lög og settar reikningsskilareglur að fasteignir sem tilheyra skólanum séu ekki eignfærðar í efnahagsreikning.

    Einnig er það álit Ríkisendurskoðanda að það sé ekki í samræmi við lög og settar reikningsskilareglur að endurbætur á fasteignum séu eignfærðar sem fastafjármunir í efnahagsreikningi undir verkum í vinnslu þar sem, samkvæmt fjár- og fjáraukalögum, er gert ráð fyrir að Háskóli Íslands beri þennan kostnað. Uppsafnaður kostnaður 2017-2020 nam um 1.704,9 milljónum króna í árslok 2020. Þessar endurbætur eru ekki afskrifaðar.

    Tryggja þarf að undirkerfi eigna (FA) stemmi við stöðuna í fjárhagsbókhaldi (GL).
     
  5. Annar rekstrarkostnaður
    Tryggja þarf að fylgt sé reglum um risnuhald hjá ríkisstofnunum sem settar voru af fjármálaráðuneytinu þann 10. desember 1992.
     
  6. Viðskiptakröfur
    Leiðrétta þarf viðskiptareikninga vegna ferðakostnaðar starfsmanna. Einnig þarf að tryggja að greiðslur krafna fari á móti réttum kennitölum

Lykiltölur

Tekjur (m.kr.)
Gjöld (m.kr.)