06.04.2018
Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingu sína frá 2015 um að mennta- og menningarmálaráðuneyti þurfi að móta framtíðarstefnu fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Alþingi ályktaði um uppbyggingu safnsins árið 2016 og samkvæmt áætlunum ráðuneytisins mun stefna þar um liggja fyrir árið 2019. Auknu fé hefur verið veitt til safnsins og sýning á þess vegum er í undirbúningi í samstarfi við einkaaðila.