Atvinnuleysistryggingasjóður - endurskoðunarskýrsla 2021

02.06.2022

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Atvinnuleysistryggingasjóðs fyrir árið 2021. Ársreikningurinn er byggður á bókhaldi Atvinnuleysistryggingasjóðs og öðrum upplýsingum stjórnenda. 

Atvinnuleysistryggingasjóður var síðast endurskoðaður vegna ársins 2020.

Atvinnuleysistryggingasjóður - endurskoðunarskýrsla 2021 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

  1. Gömul tæknilega úrelt upplýsingakerfi
    Nú er unnið að innleiðingu á nýju upplýsingakerfi, Galdri. Lögð er áhersla á að nýtt upplýsingakerfi verði tekið í notkun eins fljótt og kostur er þar sem upplýsingakerfi sem notuð eru í dag eru orðin gömul og tæknilega úrelt og því ákveðin öryggisáhætta fólgin í notkun þeirra. Einnig er mjög mikilvægt að tryggja fullt samræmi á milli afgreiðslna í kerfinu og færslna í fjárhagsbókhaldi.
     
  2. Þjónustusamningur við Vinnumálastofnun
    Ítrekaðar eru fyrri ábendingar Ríkisendurskoðunar um að nýr þjónustusamningur verði gerður um öll verkefni sem Vinnumálastofnun sinnir vegna Atvinnuleysistrygginga-sjóðs en núverandi þjónustusamningur er frá 2007.
     
  3. Innri verkferlar 
    Lögð er áhersla á að verkferlar séu skráðir í gæðahandbók fyrir alla starfsemi sjóðsins. Mikilvægt er að áhersla sé lögð á virkni ýmissa eftirlitsþátta í nýju kerfi auk þess að gætt sé að samþykktarferlum í kerfinu. Tryggja þarf rétta lotun milli ára í kerfunum. 
     
  4. Samningur við Sjómennt
    Gerð er athugasemd vegna framlags til Sjómenntar – fræðslusjóðs sjómanna en enginn samningur eða samþykki liggur að baki greiðslum. Ítrekaðar eru fyrri ábendingar Ríkisendurskoðunar vegna þessa en ákvarðanir um styrki þarf að formfesta með samningum eða sýnilegum stjórnarsamþykktum. 
     
  5. Bókun ofgreiddra bóta í fjárhagsbókhaldi
    Bent er á að núverandi fyrirkomulag í sambandi við innheimtu ofgreiddra bóta veldur erfiðleikum við að rekja færslur og afstemmingu við bótakerfi atvinnuleysis-trygginga (BÓAS). Hvatt er til þess að í nýju kerfi verði betra gagnsæi og rekjanleiki við flutninga gagna úr kerfinu vegna ofgreiddra bóta yfir í fjárhagsbókhald. 
     

Lykiltölur

Heildarútgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs 2017-21